Kannanir í Google forms

Það er skemmtilegt að fá nemendur til að gera litlar kannanir um ýmis efni og þau hafa yfirleitt gaman að því. Aðalmálið er, hvaða form er einfalt, þægilegt OG KOSTAR EKKERT! Það er hægt að nota Google forms og það er hægt að nota sambærilegt í Office. Ég setti upp einfaldar leiðbeiningar (eða ég held að þær séu það) og var bara að fatta að ég hef aldrei sett þær inn á síðuna og dreif í því núna. Ég nota Google forms en bendi mínum nemendum að þau geti líka notað Office en leiðbeiningarnar eru á Google einfaldlega af því þegar ég gerði þær vissi ég ekki af möguleikanum í Office.

Google forms er ótrúlega auðvelt og hægt að láta könnunina líta skemmtilega út. Gallinn er hinsvegar sá að þarna eru engir útreikningar heldur eingöngu talin svörin, fyrir suma er það nóg. Ég gerði myndband fyrir nemendur mína um cross analysis þar sem þau geta parað saman breyturnar og svörin ef við viljum fá að vita hversu margir af hvaða kyni eða búsetu eða eitthvað annað. Eflaust er hægt að fara margar leiðir að þessu en þetta hefur virkað ágætlega (þó sumir hafi tárast yfir þessu – stundum þarf líka að gera erfitt). En alla vega set þetta út núna þar sem ég veit að margir eru í þeim sporum að nemendur eru að skella upp könnunum fljótlega. Það eru líka tvö myndbönd varðandi uppsetningu ef við erum með algjörlega tölvuólæsa nemendur 😉

Það skemmtilegasta við þetta form er að þau geta fylgst með hversu margir svara og verða oft ótrúlega spennt.