Zoom fjarfundakerfið er auðvelt í notkun og hentar flestum vel sem vilja bæta rauntímakennslu við kennsluna. Tengillinn á Zoom er: https://zoom.us/
Þegar notað er ZOOM er öruggast að búa alltaf til nýjan tengil í hvert sinn, ekki nota þann sama oft. Einnig er ráðlagt að nota passorð og það sem er kallað „waiting room“ en þá verður fólk að bíða eftir að stjórnandi hleypi viðkomandi inn. Þegar stofnaður er Zoom fundur er sjálfkrafa gert ráð fyrir að fólki sé hleypt inn af stjórnanda, waiting room og er þetta liður í auknu öryggi sem Zoom lagaði vorið 2020 þegar í ljós komu ýmsir öryggisgallar. Ef fundurinn er mjög stór þá getur verið að stjórnandi vilji að fólk komi beint inn á fundinn án þess að stjórnandi þurfi að gefa leyfi en það eru að koma upp tilfelli þar sem nemendur senda tengilinn sín á milli og aðrir nemendur koma inn í kennslustundina heldur en þar eiga að vera.
Stillingar
Fyrsta skipti að boða fund á ZOOM
Waiting room: Slökkva á Waiting room
Breakout Rooms – að skipta nemendum í hópa
Breakout Rooms/ að skipta nemendum í hópa
Villumeldingar – og vandræði
Ekkert hljóð þegar sýna á myndbönd
Villumeldingar sem geta komið upp er nemendur tengjast í fyrsta skipti
Upptökur
Whiteboard
TIPS
Ef þú ætlar að nota Zoom í kennslu er ýmislegt sem gott er að hafa í huga:
- T.d ef það er stór hópur að setja MUTE á alla nemendur og stjórna því svo hvenær þau geta talað.
- Fylgjast vel með chat glugganum því þar koma oft fram fyrirspurnir ef einhverjar eru.
- Gott að miða við að hafa ekki mjög langan tíma til að byrja með t.d. eru 40 mínútna tíminn alveg fyllilega nóg í flestum tilfellum því það reynir á skilningarvitin að fylgjast með á öllum vígstöðvum.
- Ef fólk er MUTE (með slökkt á hljóðnemanum) er nóg að halda niðri bilslánni til að tala og um leið og henni er sleppt fer hljóðneminn aftur á MUTE