Slökkva á Waiting Room

Waiting Room var sett upp sem öryggisatriði til þess að stjórnandi/kennari ráði hverjum er hleypt inn. Einnig ef nota á ZOOM fyrir viðtöl ognokkrir eru boðaðir á svipuðum tíma, þá er aðeins einum hleypt inn í einu.

Ef hins vegar kennari/stjórnandi vill slökkva á þessu þá er það gert á eftirfarandi hátt: Stofna þarf nýjan fund inni á Zoom.us. Annað hvort með því að velja Host a meeting eða My account. Fyrri leiðin opnar strax fund án þess þurfi að setja inn tímasetningar en seinni leiðin er notuð t.d. ef ég ætla að hafa fundinn seinna í dag eða á morgun. Skipuleggja fram í tímann:

Ef fyrri leiðin er farin og stjórnandi er kominn inn á fundinn og áttar sig þá á að gleymst hefur að slökkva á Waiting room þá þarf að fara í security og afvelja:

Ef seinni leiðin er farin og fundur er stofnaður fram í tímann þá gefst þar möguleiki á að slökkva á stillingunni:

Vert er þó að benda á að þessi stilling er öryggisatriði þannig að ekki séu að koma inn aðilar sem ekki eiga að vera á fundinum, t.d. ef um kennslustund er að ræða að þar séu bara þeir nemendur sem eiga að vera.