Home

Rafrænar lausnir í kennslu

Leiðbeiningar og aðstoð fyrir kennara í FG, Flensborg og FS.
Rafrænt kennsluefni og rafræn kennsluforrit.

Efnisflokkarnir eru efst á síðunni og eru í stöðugri endurskoðun.

Síðan og uppsetning

Kennarar

Að ýmsu er að hyggja þegar kennt er í fjarkennslu. Finna þarf leiðir til að viðhalda virkni nemenda og eins þarf að finna upp leiðir til að kenna nemendum að skila verkefnum á réttu formi þannig að það auki hvorki vinnu nemenda né kennara.

Efnisflokkarnir

Efnisflokkarnir ráðast af eftirspurn. þannig eru stærstu flokkarnir Inna, Zoom og Upptökur. Annað efni sem minna er spurt um fer undir Annað og eru það t.d. ýmis kennsluforrit, ýmislegt um fjarkennslu, forrit til að brjóta upp kennslu og fleira.

Nemendur

Í þessum efnisflokki er ýmislegt sem snertir nemendur. Ætlunin er að þarna verði sett inn efni semkennarar geti bent nemendum á, t.d. hvernig eigi að skila verkefnum, skanna og skila PDF skjölum, uppsetning talgerfils á íslensku og fleira.

Upptökur

Almennt um upptökur

Að hverju þarf að hyggja? Leiðbeiningar um upptökur, klippingar og fleira. Hvað eiga upptökur að vera langar? Til hvers á að nota upptökurnar? Hvernig er hægt að geyma þær þannig að þær séu aðgengilegar og það þurfi ekki alltaf að finna upp hjólið á hverri önn?

Hvaða forrit er best að nota?

Til eru fjölda mörg forrit til að taka upp. Sum eru flókin og önnur eru einföld. Sum kosta slatta og önnur eru ókeypis. Sumir kennarar vilja búa til flóknar upptökur og klippa og laga myndböndin meðan aðrir vilja halda þessu sem einfaldast. Hér er farið yfir helstu aðferðir og hvernig hægt er að hafa lýsingu og hljóð. Alltaf reynt að finna einfaldar leiðir.

Blogg fréttir

Nýjasta

  • Upptökur – lengdin
    Mitt sérlega áhugamál er upptökur og kem ég þeim að út um allt. Ég er alltaf að tuða yfir of löngum myndböndum og eflaust er fullt af fólki búið að fá alveg nóg af þessu hjá mér. En þetta skiptir mjög miklu máli að hugsa þetta aðeins því það tekur smá tíma að búa tilHalda áfram að lesa „Upptökur – lengdin“
  • Fjarkennarinn
    Margir kennarar eru í þeirri stöðu í dag að vera allt í einu orðnir fjarkennarar. Þetta er vonandi tímabundið ástand en þó er ýmislegt hægt að gera til að auðvelda sér ástandið. Það eru fimm þættir sem fjarkennari þarf að hafa í huga og ef þeir eru svona nokkurn veginn í lagi þá getur þaðHalda áfram að lesa „Fjarkennarinn“
  • ZOOM breakout rooms
    Er búin að vera skoða möguleikana hjá ZOOM í morgun. Fékk fyrirspurn frá kennara í allt öðru landi í allt öðrum skóla (var þetta ekki í einhverjum texta?) og við sátum og veltum fyrir okkur margvíslegum möguleikum á „breakout rooms“ og upptökum. Það er nú skemmtilegra að henda svona á milli heldur en rolast alvegHalda áfram að lesa „ZOOM breakout rooms“

Hafðu samband hér

Ég er hér til að aðstoða. Ef þú hefur einhverjar hugmyndir um efni sem hér ætti að vera, eða vilt fá mig á fund eða vera með einhverja sýnikennslu; endilega hafðu samband .