Um mig

Anna Kristín Halldórsd.

Kennari í fjarkennslu í Borgarholtsskóla og rithöfundur

Allskonar um mig

Menntunin

Ég er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, kennsluréttindi á framhaldsskólastigi, starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og diplóma í margmiðlun.

Vinnan

Ég er að fara af stað sem rithöfundur og er þegar þetta er sett niður að skrifa ferðabók.

Frá janúar 2017 hef ég verið að kenna í fjarkennslu hjá Borgarholtsskóla. Frá einum áfanga og upp í að vera með fulla kennslu á þessu ári (2022).

Mars 2020 – ágúst 2022 var ég kennsluráðgjafi í rafrænum kennslumálum við þrjá framhaldsskóla: FG, FS og Flensborg. Í því starfi var þessi síða sett upp en hún verður opin áfram þangað til ég er búin að ákveða hvað ég geri með hana, en alla vega til feb. 2023.

Áður var ég 12 ár hjá Kennslumiðstöð HÍ. Fyrir 2008 var ég fræðslustjóri hjá Samskipum í átta ár, vann við atvinnuráðgjöf og var með námskeið í atvinnuleit, sjálfsstyrkingu, tímastjórnun, tölvukennslu fyrir byrjendur, uppsetningu á ferilskrám og fleira.


Áhugamálin eru allt sem snýr að margmiðlun, ljósmyndun, kennslu, lestur og bækur og útivera.

Uppáhalds

Youtube síðan mín
Upplýsingar um forrit og fyrirlestrar í kennslu
Ferilskrár og atvinnuviðtöl
Síðan liggur niðri eins og er.

Fjarkennsla
Kenni Uppeldisfræði ýmsa áfanga og Upplýsingatækni.

Hafðu samband

Er alltaf tilbúin að tala um kennslu og kennsluhætti, sérstaklega fjarkennslu og rafræna kennsluhætti. Tel annars ekkert vera mér óviðkomandi er snýr að kennslumálum og er alveg tilbúin að skipta um skoðun ef svo býr undir.

Útgefið:

Handbók fyrir Vinnuklúbbinn í samvinnu við Marín Björk Jónasdóttur.