Um mig

Anna Kristín Halldórsd.

Kennsluráðgjafi FG, Flensborg, FS

Um mig

Ég er með meistaragráðu í uppeldis- og menntunarfræði, kennsluréttindi á framhaldsskólastigi, starfsréttindi í náms- og starfsráðgjöf og diplóma í margmiðlun.

Ég hef unnið hjá Háskóla Íslands í Kennslumiðstöð, Kennt í fjarkennslu við Borgarholtsskóla, verið fræðslustjóri hjá Samskipum, unnið við atvinnuráðgjöf, verið með námskeið í atvinnuleit, sjálfsstyrkingu, tímastjórnun, tölvukennslu fyrir byrjendur, uppsetningu á ferilskrám og fleira.

Hef mest unnið á höfuðborgarsvæðinu en þó verið með námskeið varðandi atvinnuleit og sjálfsstyrkingu á Akureyri og Akranesi. Áhugamálin eru allt sem snýr að margmiðlun, ljósmyndun, lestur og útivera.

Uppáhalds

Upptökur til að nota við kennslu
Nota mest Camtasia, Snagit.

Ferilskrár og atvinnuviðtöl
Síðan liggur niðri eins og er.

Fjarkennsla
Hef kennt Uppeldisfræði ýmsa áfanga og Upplýsingatækni

Hafðu samband

Er alltaf tilbúin að tala um kennslu og kennsluhætti, sérstaklega fjarkennslu og rafræna kennsluhætti. Tel annars ekkert vera mér óviðkomandi er snýr að kennslumálum og er alveg tilbúin að skipta um skoðun ef svo býr undir.

Útgefið:

Handbók fyrir Vinnuklúbbinn í samvinnu við Marín Björk Jónasdóttur.