Microsoft Edge talgervill

Microsoft Edge býður upp á talgervil í Tools, Read Aloud. Hann greinir síðuna sem þú ert á og les með réttum framburði eftir því hvort síðan er íslensk, ensk, spænsk eða annað.

Ef lesa á pdf skjöl þarf að passa að þau opnist í Edge en ekki öðrum PDF lesara. Skjöl sem eru inn á INNU þarf að downloda og opna. Það er ekki hægt að opna beint úr INNU því það er læst umhverfi. Þegar skjalið er opnað úr tölvunni þarf að hægrismella á það og láta vita að það eigi að opnast í Microsoft Edge:

PDF með Microsoft Edge

Síðan er farið í Tools á Microsoft Edge og valið Read Aloud (litlu punktarnir þrír efst til hægri í horninu):

Opna Tools

Þar er smellt á Read Aloud og þá ætti talgervillinn að lesa PDF skjalið eins og enginn væri morgundagurinn (neðarlega í listanum):

Read Aloud í Microsoft Edge