Zoom stillingar

Ákveðnar stillingar í Zoom eru á sjálfkrafa en spurning að renna hægt yfir þær og skoða hvort það er eitthvað sem þið viljið hafa öðru vísi. T.d er hakað við að þátttakendur geti vistað spjallið (chat). Það gæti verið eitthvað sem kennari vildi eða vildi ekki. Það er einnig hægt að haka við að spjall vistist sjálfkrafa hjá kennara, það er ekki merkt við að það gerist sjálfkrafa.

Stillingar

Til þess að komast inn í stillingar þarf að velja My Account:

Zoom herbergi – breakout rooms, t.d. fyrir umræður

Hægt er að skipta nemendum í ólíka hópa á Zoom, t.d ef nota á umræður þar sem þau eiga að vera í hópum. Þá færast þau á annað svæði og geta rætt þar saman án þess að heildarhópurinn heyri.

Þessi stilling er ekki sjálfkrafa heldur þarf að fara í settings og haka við möguleikann:

Loggaðu þig inn á Zoom.us veldu my account efst í hægra horninu og opnaðu settings:

Skrollaðu niður ca. miðja  síðuna og finndu In Meeting (advanced og hakaðu við eftirfarandi:

Þá ertu búinn að setja upp möguleikann á að skipta hópnum á mismunandi staði. Næst þegar þú ferð inn á Zoom fund þá ertu kominn með möguleikann á skjáinn (ef hann er lítill þá fer það undir More, neðst í hægra horninu):