Breakout Rooms

Ef þú þarft að skipta nemendum í vinnu- eða umræðuhópa er upplagt að nota herbergin á Zoom – Breakout Rooms. Auðvelt er að búa þau til, aðgengi kennara einfalt og þægilegt og það sem er best er að nemendum finnst almennt þægilegt að nota þau.

Þú smellir á Brekout Rooms til þess að stilla hversu mörg herbergi þú vilt opna. Þar velur þú líka hversu margir eiga að vera í hverju herbergi og hvort það er gert sjálfvirkt eða lætur kerfið gera það (ath þú þarft að fara í stillingar og haka við að þú viljir hafa breakout rooms möguleikann virkan, sjá tengil um stillingar):

Þegar búið er að smella á Create Rooms kemur upp gluggi þar sem valið er hversu margir hópar og hve margir eiga að vera í hverjum hópi. Ég valdi til að byrja með 3 rooms og þá fæ ég eftirfarandi glugga þar sem ég get m.a. komið með annað nafn á herbergjunum þannig að auðveldara verði að muna hver er hvar, þar setti ég hópur 1 (getur líka verið nafn verkefnis eða hvað annað sem kennara dettur í hug):

Þegar síðan smellt er á Assign er hægt að velja hverjir eiga að vera þar:

Renna þarf aðeins yfir stillingarnar, hversu lengi herbergin eiga að vera opin og hversu langur tími er í Countdown en þá fá nemendur viðvörun að tíminn sé að renna út og þau verði að klára. Þegar tíminn rennur út fara nemendur sjálfkrafa inn á upphafsfundinn.