Upptökur í Zoom

Upptökur

Hægt er að velja að Zoom taki upp kennslustundina/fundinn. Muna að það verður að láta nemendur vita ef það er gert. Alltaf er gott að spyrja sig áður en ákvörðun er tekin um að taka upp kennslustund, hvað eigi að gera við hana. Til hvers er verið að taka upp? Einnig vert að benda á að það gæti verið persónuverndarefni ef umræður eru teknar upp.

Hægt er að taka upp skjáupptökur í Zoom alveg eins og hverju öðru upptöku forriti.

Þegar upptaka á að fara fram: Upptökuhnappurinn er á stikunni:

Þegar upptakan er komin í gang lítur hnappurinn svona út, efst í vinstra horninu og segir að upptaka sé í gangi:

Ef slökkt er á upptökunni áður en slökkt er á tímanum kemur þessi gluggi upp:

Þegar slökkt er á tímanum renderast upptakan yfir í mp4 sem er video formattið sem flestir geta skoðað í sínum tölvum og símum. ATH renderingin getur tekið smá tíma allt eftir því hversu löng upptakan er.

Þegar upptakan er tilbúin færist hún yfir í documents undir möppu sem heitir ZOOM og þar býr Zoom til nýja möppu fyrir hverja upptöku á dagsetningunni og tímanum sem hún er tekin upp:

Upptökurnar eru fljótar að verða mjög stórar og þá um leið þungar.  Svona lítur þetta út í möppunni og það á að nota þessa upptöku sem heitir zoom_0

Þessi er 2,50 mín og er strax orðin 12,3 MB.

INNA er með hámark 400MB á hverja skrá þannig að ef upptakan er undir því þá er hægt að setja hana inn sem skrá, undir Efni (annars verður að setja þetta á youtube og passa að hafa unlisted/ eða setja í Microsoft Stream). Svona lítur þessi skrá út inni á INNU:

Þegar ég skoðaði það í nemendasýninni þá lítur það svona út, bara rétt eins og venjuleg upptaka:

Upptökur í Zoom og sett inn á INNU