Margir hafa verið að horfa til þess að nota einhvern fjarfundabúnað til að hafa samband við nemendur. Margt er í boði og mis auðvelt að eiga við. Zoom er einn af þeim auðveldari því sá sem stofnar fundinn sendir öðrum tengil á hann sem þeir síðan smella á.
Það er hægt að kaupa aðgang að kerfinu en þetta er hægt að gera í ókeypis útgáfunni:

Allt að 100 manns, 40 mínútna tímatakmörk, engin takmörk á fjölda funda. Ef fólk þarf lengri tíma en 40 mínútur þarf að kaupa aðgang eða senda annan tengil þegar tímanum lýkur eftir 40 mínútur. Nokkrir hafa farið þá leið að eftir 40 mín eru frímínútur í 5-10 mínog nemendur standa upp og gera það sem þeir þurf að gera meðan kennarinn sendir annan tengil.
Ef áhugi er fyrir þessu þá er farið inn á slóðina: https://zoom.us/

Skrá inn vinnunetfang og staðfesta:

Og þá koma þessi skilaboð um að fara eigi í póstinn og staðfesta

Og beint í póstinn

Við það færist þú aftur yfir á síðuna hjá Zoom og þarft að fylla út upplýsingar og setja inn passorð:

Og þá ertu kominn inn og getur byrjað að að búa til fundi hægri og vinstri. Ég ráðlegg þér samt að prufa kerfið með einhverjum öðrum kennara áður en þú ferð að nota það með nemendum til þess að vera kominn með smá innsýn í það hvernig það virkar.
Að bóka fund/kennslustund

Þessi gluggi kemur fyrst upp og þá er bara að opna:

Nú opnast fundarglugginn og þá er ágott að byrja á því að skoða hvort hljóðið er ekki örugglega í lagi:

Þá koma þessir gluggar upp:


Og ef allt er í lagi þá kemur þessi upp:

Þá loksins smellur þú inn á fundinn sjálfann:

Að lokum þarftu að sendi fólk boð um fundinn. Það gerir þú með því að senda tengil, getur gerð það í tölvupósti, inn á INNU eða inn á Facebook grúbbu:

Einnig er hægt að skipuleggja fram í tímann en ég ætla ekki að skrifa neitt um það, en hér er því það skýrir sig að mestu sjálft:

TIPS
Ef þú ætlar að nota Zoom í kennslu er ýmislegt sem gott er að hafa í huga:
- T.d ef það er stór hópur að setja MUTE á alla nemendur og stjórna því svo hvenær þau geta talað.
- Fylgjast vel með chat glugganum því þar koma fram fyrirspurnir ef einhverjar eru.
- Gott að miða við að hafa ekki mjög langan tíma til að byrja með t.d. eru 40 mínútna tíminn alveg fyllilega nóg í flestum tilfellum því það reynir á skilningarvitin að fylgjast með á öllum vígstöðvum.
- Ef fólk er MUTE (með slökkt á hljóðnemanum) er nóg að halda niðri bilslánni til að tala og um leið og henni er sleppt fer hljóðneminn aftur á MUTE