Fjarkennarinn

Margir kennarar eru í þeirri stöðu í dag að vera allt í einu orðnir fjarkennarar. Þetta er vonandi tímabundið ástand en þó er ýmislegt hægt að gera til að auðvelda sér ástandið. Það eru fimm þættir sem fjarkennari þarf að hafa í huga og ef þeir eru svona nokkurn veginn í lagi þá getur það auðveldað ýmislegt. Þessir fimm þættir eru: Sýnileiki, skipulagning, umhyggja, greiningar og það að vera fyrirmynd. Þetta er sett upp á eftirfarandi mynd:

ZOOM breakout rooms

Er búin að vera skoða möguleikana hjá ZOOM í morgun. Fékk fyrirspurn frá kennara í allt öðru landi í allt öðrum skóla (var þetta ekki í einhverjum texta?) og við sátum og veltum fyrir okkur margvíslegum möguleikum á „breakout rooms“ og upptökum. Það er nú skemmtilegra að henda svona á milli heldur en rolast alveg einn, það verður að viðurkennast 😉

Allt komið á fullt

Ég hef ekki sett neitt inn á síðuna síðan í júní. Ég hef aðallega verið að lesa og horfa á myndbönd um fjarkennslu. Nú eru allir í sömu sporum út um allan heim og það þýðir að það er miklu meira af góðu og aðgengilegu efni fáanlegt. Ég hef dottið ofan í nokkra gúrúa og mun setja inn tengla og efni frá þeim eftir því sem það er tilbúið. Þessa dagana er ég hins vegar nær eingöngu að horfa á INNU og hvernig hægt er að nota hana sem best. Ég vona að ég komi nokkrum myndböndum því tengdu inn um helgina.