Fjarkennarinn

Margir kennarar eru í þeirri stöðu í dag að vera allt í einu orðnir fjarkennarar. Þetta er vonandi tímabundið ástand en þó er ýmislegt hægt að gera til að auðvelda sér ástandið. Það eru fimm þættir sem fjarkennari þarf að hafa í huga og ef þeir eru svona nokkurn veginn í lagi þá getur það auðveldað ýmislegt. Þessir fimm þættir eru: Sýnileiki, skipulagning, umhyggja, greiningar og það að vera fyrirmynd. Þetta er sett upp á eftirfarandi mynd:

Tæknin er ekki kennslufræðin

Ég stal þessum titli úr grein eftir Sean Michael Morris sjá hér. Þetta eru hugleiðingar um tæknina og kennsluna þegar allir skólar þurftu að skella sér „online“ án nokkurs fyrirvara.

Málið er eins og hann segir að við megum ekki rugla saman tækninni sem við höfum og kennslufræðinni, þ.e.a.s. hvernig við náum til nemenda. Það er ekki bara að henda efninu á skjáinn og kenna í gegnum hann, heldur hvernig ætlum við að ná til nemenda? Eða eins og hann segir í greininni: teach through the screen, not to the screen. Við getum dregið upp alla heimsins tækni og tæknibrellur en þegar upp er staðið er það alltaf hvernig næ ég sambandi við nemandann?

Hvet ykkur til að lesa greinina, hún vekur mann til umhugsunar. Við höfum núna fullt af tækifærum til að bæta inn rafrænum kennsluháttum en verðum að passa okkur að gleyma ekki mannlega þættinum.