Margir kennarar eru í þeirri stöðu í dag að vera allt í einu orðnir fjarkennarar. Þetta er vonandi tímabundið ástand en þó er ýmislegt hægt að gera til að auðvelda sér ástandið. Það eru fimm þættir sem fjarkennari þarf að hafa í huga og ef þeir eru svona nokkurn veginn í lagi þá getur það auðveldað ýmislegt. Þessir fimm þættir eru: Sýnileiki, skipulagning, umhyggja, greiningar og það að vera fyrirmynd. Þetta er sett upp á eftirfarandi mynd: