í dag ætla ég að setja uppfærða leiðbeiningasíðu í loftið sem tekur við af hinni. Það er komið meira efni og uppsetningin aðeins betri að ég held. Sumir flokkarnir eru enn tómir en það kemur efni í þá um leið og það er tilbúið.
https://kennsluradgjof.com/leidbeiningar-um-rafraena-starfshaetti/
Ég er búin að vera að skoða kennslumyndbönd, aðallega hjá Russell Stannard og fylgi í rauninni í hans spor með uppsetningu og annað. Auðvitað geta allir farið inn á YouTube rásina hans og skoðað efnið sem hann er með og hvet ég fólk til að gera það. Margir kennarar hafa hinsvegar sagt mér að þeir kjósi frekar efni á íslensku þannig að það er það sem ég er að útbúa núna. Tekur smá tíma en allt gengur þetta.