Allt að gerast

Nú er langt liðið á maí. Byrjað að lyfta ýmsum höftum og hópar sem mega koma saman að stækka. Þó er 2 metra reglan enn við lýði og ekki hægt að fljúga til útlanda. Enda öll lönd í kringum okkur lokuð líka þannig að þó það væri flogið væri hvergi hægt að lenda. Bömmer.

Skólarnir eru að klára. Flestir að ljúka á einhvern rafrænan hátt nema þar sem verður að taka próf í mannheimum! Byrjað er að undirbúa útskriftir og verða þær með öðru sniði en venjulega þar sem hópar mega ekki vera nema X stórir og 2 metrar á milli manna. Augljóslega gerir það allt aðeins erfiðara.

Hér á síðunni er verið að skrifa kafla um hvernig eigi að setja upp námsefni og haga námsfyrirkomulagi í rafrænni kennslu. Hvort sem um er að ræða kennslu alveg á netinu eða hluta til. Kennarar sem vinna ekki rafrænt en vilja bæta rafrænu efni í sína kennslu ættu einnig að geta fundið eitthvað til hjálpar við sinn undirbúning.