Í upphafi þarftu að vita þetta
- Hlaðvarpið á ekki að vera djúp nálgun á einhverju efni. Hlustandinn á hinsvegar að að fá nógu miklar upplýsingar til að viðhalda áhuganum á efninu frá upphafi til enda.
- ATH: Það getur verið sniðugt að koma með eitthvað atriði/efni sem sker sig frá öðrum hlaðvörpum um sama efni.
- Hlustaðu á nokkur hlaðvörp og reyndu að finna stíl eða form sem hentar þér. Settu hugmyndirnar þínar niður á blað (handskrifað eða í tölvu, skiptir ekki máli). Skoðaðu efnið sem þú ætlar að fjalla um og finndu áhugaverðan vinkil. Síðan þarftu að skrifa nokkurskonar handrit til að vera viss um að halda þig við efnið og að þú komir inn á allt sem þarf að koma fram
Skrefin sem þú þarft að taka
- Þú þarft að ákveða hvernig þú ætlar að setja efnið fram. Ætlar þú að hafa viðtal eða tala sjálf/ur. Finndu hlaðvarp sem þér finnst áhugvert og vilt líkja eftir.
- Farðu yfir efnið sem þú ætlar að fjalla um og reyndu að koma með áhugaverðan vinkil. Mundu að þetta er fræðsluefni þannig að það þarf að vera fræðandi og áhugavert fyrir þann sem hlustar.
- Finndu einhver fimm eða sex atriði sem þú vilt leggja áherslu á.
ATH: Sniðugt að koma með eitthvað atriði sem sker sig frá öðrum hlaðvörpum um sama efni.
- Finndu einhver fimm eða sex atriði sem þú vilt leggja áherslu á.
- Notaðu tékklistann til að gera útlínur/yfirlit yfir hvað þú vilt að komi fram í hlaðvarpinu.
- Ekki bara telja upp staðreyndir. Spurðu sjálfa(n) þig hversvegna þú myndir vilja hlusta á þetta efni. Hvað finnst þér áhugavert og hvað heldur þú að hlustanda þætti áhugavert?
- Skrifaðu handrit þar sem kemur fram inngangur, meginmál og samantekt í lokin – þetta er mjög mikilvægt svo maður fari ekki út um víðan völl þegar upptakan hefst.
- Hvernig viltu nú að hlaðvarpið hljómi? Ætti að vera eitthvað meira en bara tal? Viltu hafa myndir? Tónlist? Passaðu að ef þú ætlar að birta hlaðvarpið einhverstaðar verður þú að hafa leyfi fyrir tónlistinni því annars er hætta á að gagnaveitan hendi efninu aftur út.
- Nú getur þú farið að taka upp í því forriti sem þú ætlar að nota. Passaðu mjög vel upp á hljóðið og að engin aukahljóð komi inn. Best er ef þú getur verið með auka míkrafón en það er líka hægt að gera ýmsar ráðstafanir til að minnka öll aukahljóð (sjá myndband undir hjálparefni).
- Þú gætir þurft að að klippa efnið þitt til og í leiðbeiningunum kemur fram hvernig það er gert. Þegar allt er komið eins og þú vilt hafa það verður þú að hlusta svo þú sért örugg/ur um að þetta sé eins og þú vilt hafa það.
Hvers vegna ættir þú að gera Hlaðvarp?
Mörgum finnst auðveldara að hlusta heldur en að lesa og þarna er leið til að ná þeim hópi. Hlaðvarpið á að grípa athyglina og verða til þess að hlustandinn hafi áhuga á því að vita meira um efnið.
Lýsing á verkefninu sem þú átt að gera
Þú átt að búa til hlaðvarp um ákveðið efnið í uppeldisfræðinni sem tengist námskeiðinu. Þetta eiga ekki að vera yfirgripsmiklar rannsóknir á efninu eins og í ritgerð heldur á þetta að vera nóg til að grípa hlustandann og halda athyglinni frá upphafi til enda.
Hlaðvarpið þitt gæti verið um yfirgripsmikið efni en það þarf að hafa skemmtanagildi líka þannig að fólk vilji hlusta. Veldu þér tvö eða þrjú mikilvæg atriði um efnið sem þú ætlar að fjalla um og fjallaðu vel um þau. Mundu að alhæfa aldrei neitt heldur segja frekar rannsóknir sýna að… og ekki segja aldrei mér finnst. Hlustandinn vill ekki vita hvað þér finnst, hann vill vita meira um efnið.
Skipulegðu hugmyndir þínar þannig að þær renni áfram og virki vel á hlustandann. Settu svipaðar hugmyndir saman svo hann átti sig betur á uppsetningunni og efninu.
Hjálparefni
Auðveldast er að nota Garageband eða Audacity.
Audacity leiðbeiningar – notað ef notuð er PC tölva
Garageband leiðbeiningar – tölvur frá Apple (innbyggt)
Myndband: Fyrstu skrefin við sjálfa upptökuna
Myndband: Að setja inn bakgrunnstónlist í Audacity
Myndband: Að klippa og færa til í Audacity
Myndband sem sýnir hvernig hægt er að gera betra hljóð heima meðan verið er að taka upp.
Heimildaskrá sett upp eftir APA7 þarf að fylgja hlaðvarpinu en það á ekki að vitna í þær í sjálfu hlaðvarpinu.
Tékklisti
- Nafn þess eða þeirra sem eru með þennan hlaðvarpsþátt – mikilvægt, það verður alltað vera einhver aðili sem tekur ábyrgð.
- Inngangur (opening) sem vekur forvitni, staðhæfir eitthvað mikilvægt eða verður til þess að hlustandi heldur áfram að hlusta.
- Segir í upphafsorðum hvað þú ætlar að útskýra í hlaðvarpinu. Segðu hlustendum af hverju þetta skiptir máli.
- Þú gætir byrjað með einhverja mýtu og fylgt því eftir með „við skulum reyna að finna út hvort þetta er satt“.
- Þú getur byrjað með spurningu sem þú svarar síðan í hlaðvarpinu.
- Miðjan (Middle ) hér er aðalefnið. Getur t.d. skrifað niður svarið við upphafsspurningunni og útskýrt síðan lykilhugtökin.
- Reyndu að tengja á milli ólíkra þátta þess sem þú ert að útskýra. Getur t.d. umorðað stuttlega það sem þú varst að segja og fylgt því á eftir með næstu spurningu. Þetta er mikilvægt svo hlustandi upplifi þetta sem eina heild en ekki að verið sé að hoppa á milli ólíkra þátta.
- Lokin (Ending). Mikilvægt að draga aðeins saman það sem búið er að tala um svo hlustandin sé ekki skilinn eftir í lausu lofti.
- Getur t.d. reynt að tengja efni hlaðvarpsins saman við annað efni sem á að læra eða við næstu hlaðvörp sem eru í undirbúningi.
- Handritið þarf að vera einfalt og passa að nota talmál, ekki vera of fræðileg.
- Passa lengdina á setningunum – ágætis þumalputta regla er að hafa ekki fleiri en 10 orð í setningu.
- Notaðu mannamál – tala í nútíð og nota orð sem hlustendahópurinn skilur.
- Talaðu við hlustendur – notaðu við og þú, ekki ég og þið.
- Þegar þú gerir handritið þá eru 7-800 orð um 6 mínútur í tali.
- Tónlist gerir hlaðvörp yfirleitt hlustendavænni. Hægt að byrja eða enda á tónlist eða hafa sem bakgrunn þar sem á við. Passa bara að það verði ekki of hátt ef það er bakgrunnur þannig að talið heyrist ekki.
- Það er tónlist eða hljóð í Garageband forritinu (sjá leiðbeiningarnar).
Matið og hverju þú átt að skila
- Vinnan við hlaðvarpið verður 50% af mati.
- Þú átt að skila tilbúnu hlaðvarpi inn á INNU.
- Heimildaskrá sem er rétt upp sett eftir APA7 í Word skjali – þrjár heimildir eða fleiri.
- Handritið þitt svo kennari sjái hvernig þú vannst verkið og hvað þú varst að hugsa – t.d. í word skjali – Word skjal eða mynd af hugmyndavinnunni. þarf ekki að vera vel upp sett því þetta er þitt vinnuplagg.
- Hæfniþættirnir verða settir upp á INNU undir skilahólfi fyrir verkefnið.
- ATH Mismunandi lengd eftir hvort einn eða fleiri vinna verkið.
- Einn nemandi sem skilar 6-10 mínútur
- Tveir nemendur sem skila 10-15 mínútur
- Þrír nemendur – ekki styttra en 15-18 mín
Niðurstaða
Upplýsingarnar í hlaðvarpinu verða að vera einfaldar og skýrar og koma skipulega fram. Passa að efnið verði ekki of fræðilegt til þess að hlustandi missi ekki áhugann og stjórnandi verður að passa að setja þetta ekki fram sem sínar skoðanir. Hlustandinn á fá góðar upplýsingar og skýrar sem vekja áhuga fyrir að leita sér meiri upplýsinga um efnið en gætu líka alveg staðið einar og sér.