Audacity

Audacity er mjög gott forrit til að búa til podcast eða hljóðupptökur. Það er ókeypis og hægt að klippa og laga. Bæta inn öðru efni og svo framvegis. Myndbönd neðst á þessari síðu.

Ef ekki á að að nota skránna beint inn á kennslukerfið er t.d. hægt að setja það á SoundCloud sem leyfir 180 mínútur ókeypis.

Það er ekki hægt að setja hljóðskrá á YouTube nema breyta henni fyrst í video. Ef breyta á hljóðaskrá í videoskrá er nóg að setja eina mynd í skránna og vista hana síðan sem mp4 eða aðra videoskrá.

Slóðin á forritið er https://www.audacityteam.org/

Leiðbeiningar

  1. Opnar Audacity og ferð þá beint inn á upptökuborðið
  2. Smelltu á Record efst í vinstra horninu og byrjaðu að tala. Þegar allt er komið smellir þú á Stop
  3. Hlustar á upptökuna með því að smella á Play
  4. Ef klippa á ákveðinn bút í burtu, smellir þú á tímalínuna, velur (highlight) það sem þú ætlar að klippa í burtu og smellir á Delete
  5. Vistar
  6. Smelltu á File, Export til þess að hlaða niður skránni. Ef þú ert með iTunes eða Mac þá getur þú exportað sem AIFF skrá. Ef þú ert með Windows tölvu sem ekki er með iTunes, þá exportar þú sem MP3 eða WAV skrá.

Audacity myndband: Fyrstu skrefin við upptökuna

Að setja inn bakgrunnstónlist

Upptakan löguð: Klippingar og fært til