Ætti að vera uppsett á flestum Apple tækjum. Það er merkt með litlum gítar.

Leiðbeiningar
- Opnaðu Garageband og veldu Podcast úr valinu
- Smelltu á record til að taka upp og aftur á record til að stoppa upptökuna
- Hlustar á upptökuna með því að smella á Rewind
- Til að setja inn myndir og annað velur þú Artwork úr valinu og þegar það er opið velur þú Photos úr valinu til hægri. Velur myndina sem þú ætlar að nota og dregur hana yfir á Artwork.
- Til þess að bæta inn hljóði eða tónlist velur þú Jingles úr valinu. Þegar það er opið velur þú Audio úr valinu til hægri og finnur það sem þú ætlar að nota. Dregur það síðan yfir á Jingles og þá „downlodast“ tónlistin. Til þess að stytta og hafa í þeirri lengd sem þú ætlar að nota velur þú tónlistina og bíður þar til vinstri örin birtist, smellir á hana og dregur inn á tónlistina að þeim stað þar sem þú vilt að tónlistin hætti.
- Passaðu að vista reglulega.