PDF skönnun í síma

Það er til fjöldinn allur af öppum til að skanna pdf skjöl í símanum. Þau eru að sjálfsögðu misgóð og sum kosta meðan önnur eru ókeypis. Tvö sem eru mest notuð meðal kennara og nemenda eru Microsoft Lens og CamScanner. Bæði bjóða upp á möguleikann á því að skanna nokkur blöð í eitt skjal og eru ókeypis.

Microsoft Lens

OfficeLens

Microsoft Lens er eitt af Office öppunum og er þess vegna beintengt við Onedrive í símanum. Það er mjög auðvelt að nota þetta app og lítið flækjustig.

Hægt er að skanna eina blaðsíðu eða margar og setja í eitt skjal. Í lokin fer skjalið beint inn á OneDrive í símanum

Frá OneDrive er það síðan sent í Innu eftir þeim fyrirmælum sem kennari hefur gefið.

Hér eru leiðbeiningar á MicrosoftLens

CamScanner

CamScanner

Cam Scanner er svipað forrit og OfficeLens. Þar er hægt að vista PDf skjölin inn á OneDrive og einnig inn á Google drive ef þú kýst það frekar. Gallinn við CamScanner eru auglýsingar en þar sem forritið er ókeypis er lítið hægt að gera við því annað en kaupa aðgang ef þú vilt losna við það. Í ókeypis útgáfunni setur forritið logoið sitt á hverja blaðsíðu sem skönnuð er og það er það sama og auglýsingarnar að það er ekki nema að kaupa aðgang ef þú vilt losna við það. Þetta truflar samt ekkert.

Þetta forrit hefur það fram yfir Microsoft Lens að hægt er að senda sjálfum sér tölvupóst með skjalinu. Þá er hægt að ná í það þar og senda inn á INNU.