Microsoft Lens leiðbeiningar

Þetta forrit er frekar einfalt í notkun en býður þó upp á ýmsa möguleika varðandi að laga skjölin aðeins til

Þegar forritið er opnað er þetta fyrsti glugginn og hér þarf að velja document ef þetta er skjal sem á að skanna og smella á hvíta hnappinn þegar búið er að stilla skjalið rétt:

Þegar smellt er á skönnunarhnappinn þá þarf að staðfesta eða laga skjalið ef það er bjagað eins og á næstu mynd. Hægt er að laga með því að smella á hornið eða nota örvahnappinn og þá er hægt að stilla eins og hver vill. Ef skjalið er í lagi þá er smellt á CONFIRM.

Mikilvægt er að skjalið sé nokkuð rétt hlutföllum því annars hætta á því að hluti af skjalinu verði of smár og þá er erfiðara fyrir kennara að skoða hvort það er rétt. Allt sem er inni í hvíta kassanum er það sem er skannað.

Þegar búið er að staðfesta kemur þessi mynd og þá er hægt að velja um DONE EF bara á að skanna eina mynd eða fara í ADD til að bæta við fleiri myndum. Það er líka hægt að velja Cancel ef þú vilt byrja upp á nýtt.

Þegar smellt er á Add kemur þessi mynd hér og þá er kominn tölustafur sem segir hvað er búið að skanna margar myndir. Ef ég vil bæta við mynd smelli ég alltaf á ADD á milli og fylgi sömu skrefunum:

Nú er allt komið og ég er búin að taka tvær myndir sem ég ætla að hafa í sama PDF skjalinu. Ég sé efst á skjánum að ég er búin að taka 2 myndir 2/2 og svo smelli ég á DONE til að vista og senda á réttan stað þannig að hægt sé að senda í INNU.

Það er mjög mikilvægt að hafa hakað við að þetta eigi að vera PDF skjal. Þá fer það beint í One-Drive og þaðan er hægt að senda það á Innu í rétt skilahólf. OfficeLens gefur skjalinu eitthvað óskiljanlegt nafn en hægt er að breyta því með því að smella á pennann og skrifa í reitinn.

Hér er búið að skipta um nafn og síðan er smellt á vista eða save þegar allt er eins og það á að vera:

Skjalið færist nú yfir á OneDrive og fer í skjalamöppuna. Myndin sýnir nokkur skönnuð skjöl og þarna sést hvað er miklu þægilegra ef skjalið heitir einhverju aðgengilegu nafni.

Þú þarft að smella á skjalið til þess að velja það og senda:

Meðan skjalið er í sendingu sem getur tekið smá tíma og fer það eftir því hvað það er stórt þá er þessi athugasemd (eða á ensku). Þegar það er farið þá er búið að senda skjalið.