Padlet er það sem kallast sýndar póstborð (virtual post board) og er mjög auðvelt að nota það við kennslu því það er mjög sjónrænt. Það er deilt með tengli sem nemendur fá og getur borðið verið læst eða opið allt eftir því sem við á hverju sinni. Einnig er hægt að hafa það þannig að það er falið fyrir öðrum en ákveðnum notendum þó önnur borð á sama padlet reikningi séu opin.

Hver flipi á umræðuborðinu er nýtt póstborð og er stjórnað með stillingum hverjir eiga að geta opnað.
Padlet er ókeypis upp að þremur borðum. Það þýðir að hver og einn getur verið með þrjú borð opin en ef uppfært er yfir í Pro útgáfu þá er það um það bil 120 USD á ári með óendanlegum fjölda borða. Þrjú borð eru ágætis byrjun til að finna út hvort kennari hefur áhuga á að nota þetta og hvort það hentar nemendahópnum. Hægt er að henda borði út sem ekki er lengur í notkun til þess að halda sér innan markanna.
Hægt er að bæta við fleiri en einum stjórnanda á padlet borð og þá telst það bara hjá þeim sem það stofnaði. Hinir gætu þá verið með sín þrjú borð plús sameiginlega borðið.