Padlet er í eðli sínu frekar einfalt forrit. Það liggur á netinu þannig að ekki þarf að vista það í tölvunni og það er þannig hægt að komast í það allstaðar.
Í upphafi þarf að skrá sig inn á padlet.com og velja þar ókeypis útgáfuna til þess að prufa.

Hægt er að skrá sig inn eftir nokkrum leiðum og síðan þarf að velja passorð, merkja í kassann og signin.

Til þess að búa til nýtt borð er smellt á make a padlet í vinstra horninu og þá opnast möguleikar á mismunandi útliti:


- Wall – Veggur – þá er efnið sett inn og það birtist á veggnum ekki í neinni röð en þó hægt að draga til
- Stream – Straumur – þá kemur efnið í mjóum renningi niður eftir borðinu, nýjasta efst.
- Grid – Rammi – Efnið raðast upp í röð af boxum. Hægt að setja mismunandi hausa á hvert box.
- Shelf – Hilla – Efnið raðast í dálka sem hver og einn hefur sitt nafn
- Map – Kort – Hægt að raða efni niður á punkta á korti
- Canvas – Tengingar – Hægt að gera tengingar á milli efnisatriða, eins og í hugarkorti
- Timeline – Tímalína – Efni raðað á tímalínu
Með því að smella á preview á hverjum kassa er hægt að sjá dæmi um það hvernig hver veggur lítur út.
Ég ætla að gera nýjan vegg og velja Wall. Þá býr Padlet til nýjan vegg fyrir mig og nefnir hann einhverju nafni sem ég þarf að breyta. Einnig er settur bakgrunnur sem ég get haldið eða breytt:


Það þarf að laga stillingarnar til þess að auðvelda nemendum að vita um hvað veggurinn snýst.


Þegar búið er að breyta öllum þeim stillingum sem þú vilt breyta þarftu að muna að vista efst í hægra horninu.

En nú er eftir að stilla hverjir hafa aðgang og hversu sýnilegt þetta borð á að vera það er gert í efra hægra horninu með því að velja share:

Við það opnast annar stillingagluggi og þar er hægt að velja um ýmsa möguleika:

Ef efsti liðurinn er valinn þá eru valdir úr ákveðnir einstaklingar sem fá póst um að þeir hafi aðgang að þessu borði, geta verið einn eða fleiri.
Prívat stillingarnar eru eftirfarandi og koma upp þegar smellt er á change privacy:

og síðan þarf að velja hvað nemendur mega gera:


Muna að velja alltaf save þegar allt er komið.
Þegar setja á efni inn á vegginn er nóg að tvísmella á hann og velja úr möguleikunum sem birtast:

Ég byrja á því að setja inn tengil og þá lítur þetta svona út:

Ef smellt er á tengilinn þá færist viðkomandi yfir á síðuna sem þar er.
Hér á eftir að koma video