Fjarnám og umræður

Það er tiltölulega auðvelt að nota INNU til þess að kenna fjarnám og einnig til bjóða upp á umræður á öðru formi en í rauntíma. Það er fjarfundabúnaðar frá BigBlueButton sem heitir Fjarkennsla og síðan er hægt að nota umræðuþræði. Hægt er að taka upp umræðurnar í fjarkennslu og einnig er hægt að hafa umræðuþræðuþræðina opna/lokaða eftir því sem þurfa þykir.

Umræðuþræðir

Finnst undir Umræður í aðalvalmynd

Þegar ný umræða er stofnuð er stillt hvenær hún opnar og hvenær hún á að loka aftur. Þannig er hægt að hafa hana opna bara meðan á umræðunum stendur eða velja að hafa hana opna lengur þannig að nemendur geti skoðað þar sem þar kom fram. Einnig er hægt að velja að leyfa nemendum að stofna eigin umræður ef þurfa þykir, t.d. ef verið er að vinna í hópum. Eftir að umræðu lýkur er hægt að skoða tölfræði varðandi hverjir tóku þátt og hversu mikið þeir lögðu til málanna:

Hér er leiðbeiningasíðan fyrir umræðurnar: https://kennsluradgjof.com/inna-umraedur/

Fjarfundabúnaður

Að ná til nemenda í mynd á rauntíma

Fjarfundabúnaðurinn í INNU er frá BigBlueButton. Hann er auðveldur í notkun en þó eru atriði sem eru dálítið furðuleg og þarf að passa að svissa á milli kennarasýnar og nemendasýnar til þess að sjá hvort tími sem búið er að setja á dagskrá sé tilbúinn. Þetta er ruglandi fyrir þann sem er að gera þetta í fyrsta sinn (og jafnvel í annað sinn) en venst eins og annað.

Nemendur sem nota Makkavélar og Ipad er ráðlagt að nota Safari vafrann frekar en aðra vafra.

Kennslumyndband er hér:


Hafðu samband ef það er eitthvað sem þú vilt fá nánari skýringar á