INNA umræður

Einfaldasta leiðin til að hafa samband við nemendur í fjarnámi er að nota umræður í Innu. Hægt er að nota þær eins og kennslustund, setja upp efni og láta nemendur svara spurningum eða annað. Hægt er að nota þetta til að skoða virkni nemenda og merkja við mætingu. Þetta er ekki endilega besta leiðin en þetta er sú einfaldasta og krefst lítils tæknibúnaðar.

Byrja þarf á þvi að opna áfangann til að fá upp alla möguleika sem eru í boði.

Velja Umræður

Síðan þarf að velja Stofna umræður

Þegar valið er Stofna Umræður eru settar inn upplýsingar fyrir nemendur og hvenær umræða opnast og lokast.

Umræðuglugginn

Þessi hnappur birtist við svör nemenda

Listi yfir umræður

Í flipanum umræður listast upp allar umræður sem eru búnar eða eru á áætlun og verið opnaðar:

Skoða virkni tímans

Þegar tölfræðihnappurinn er opnaður eru þetta upplýsingarnar sem hægt er að skoða

Að setja inn efni

Besta leiðin er að draga inn efnið. Það er eins og það virki ekki t.d. alltaf ef ég vel add image. Hægt að setja inn hvaða efni sem er. Það er auðvitað sett undir efni en stundum er ágætt að geta haft þann möguleika að nemendur fari ekki sjálfir og nái í efnið því þeir eiga það til að týnast á leiðinni, jafnvel þó þetta sé bara í tölvunni.