INNA umræður

Einfaldasta leiðin til að hafa samband við nemendur í fjarnámi er að nota umræður í Innu. Hægt er að nota þær eins og kennslustund, setja upp efni og láta nemendur svara spurningum eða annað. Hægt er að skoða virkni nemenda og sjá hverjir eru mættir. Þetta er ekki endilega besta leiðin við rauntímakennslu en þetta er sú einfaldasta og krefst lítils tæknibúnaðar. Gallinn við þetta að ekki er hægt að skoða meðan á tímanum stendur hvort nemandi er enn að fylgjast með, þ.e.a.s. ekki er tímasetning við hvenær hann t.d. skoðaði síðasta innlegg eða annað.

Byrja þarf á þvi að opna áfangann til að fá upp alla möguleika sem eru í boði.

1. Velja Umræður

2. Síðan þarf að velja Stofna umræður

3. Þegar valið er Stofna Umræður eru settar inn upplýsingar fyrir nemendur og hvenær umræða opnast og lokast.

Umræðuþráður stofnaður

4. Umræðuglugginn

Það getur verið gott að kennari breyti lit á sínum innleggjum og jafnvel velji stærra letur þannig að nemendur sjá vel hvaða innlegg koma frá kennara, biðja nemenur að nota ekki þann lit. Ef þetta er ekki gert geta innleggin runnið saman og erfitt fyrir nemendur að greina á milli ef það er mikil virkni í tímanum.

4b. Þessi hnappur birtist við svör nemenda

Birtist við innlegg nemenda

4c. Hægt er að velja hvort svar er sýnilegt öllum nemendum eða einungis þeim sem verið er að svara:

Svar kennara er sjálfkrafa sýnilegt en hægt að breyta

5. Listi yfir umræður

Í flipanum umræður listast upp allar umræður sem eru búnar eða eru á áætlun og búið að opna:

Umræðuþræðir

6. Skoða virkni tímans

Yfirlit yfir umráðuþráð

7. Þegar tölfræðihnappurinn er opnaður eru þetta upplýsingarnar sem hægt er að skoða

Tölfræðiupplýsingar

8. Að setja inn efni

Besta leiðin er að draga inn efnið. Einnig hægt að velja add image. Passa að það verður að vera texti með þegar mynd er sett inn annars hverfur hún út í tómið. Hægt er að setja inn hvaða efni sem er eins og t.d. tengla á myndbönd eða hlaðvörp. Það ætti að setja líka undir EFNI en stundum er ágætt að geta haft þann möguleika að nemendur fari ekki sjálfir og nái í efnið því þeir eiga það til að týnast á leiðinni, jafnvel þó þetta sé bara í tölvunni.