Fjarkennsla á rauntíma

Hægt er að nota ýmsar aðferðir við rauntímakennslu. Stærstu og mest notuðu forritin í framhaldsskólum í dag eru Fjarkennsla í INNU (BigBlueButton), Zoom og Teams í Microsoft. Að auki eru notuð ýmis önnur forrit sem sum hver henta ákveðnum námsgreinum betur en önnur. Hér verða talin upp þau helstu og byrjað á þessum þremur stærstu og síðan koma önnur smærri eða minna notuð í stafrófsröð.

Einungis eitt af þessum kerfum er hluti af námsumsjónarkerfi en það er fjarkennslan í INNU. Til þess að kerfi geti talist sem námsumsjónarkerfi verða að vera ákveðin atriði til staðar. Kerfið þarf að vera læst, halda utan um upplýsingar nemenda og vera með einkunnaskráningu.

INNA

FjarkennslaFjarkennsla Video

INNA notar fjarfundabúnaðinn BigBlueButton í rauntímakennslu. Þetta forrit er mikið notað við kennslu erlendis og ýmislegt er þar sérhannað fyrir kennslu. Hægt er að taka upp tímann, vera með fyrirlestra og umræður, sýna myndbönd frá YouTube og skipta nemendum í umræðuhópa í nokkur herbergi.

Helstu kostirnir eru að kerfið er hannað fyrir kennslu og eru því örryggistriði er snúa að persónuvernd mjög góð. Kerfið er í INNU þannig að allt sem er þar er í INNU og t.d. fara kennslustundir inn á stundaskrá nemenda. Hægt er að stjórna því hvort nemendur sjái alla í kennslustundinni eða bara kennarann sem gerir mörgum nemendum auðveldara um vik að vera í mynd.

Helstu gallar við kerfið eru t.d. að upptökur eru bundnar við tímann sem þær eru teknar upp í og þannig ekki hægt að færa þær á milli tíma. Ekki er hægt að klippa upptökurnar til þannig að einungis eigi að nota einhvern ákveðinn hluta eins og t.d. fyrirlestur kennara.

Nemendur sem nota Makkavélar og Ipad er ráðlagt að nota Safari vafrann frekar en aðra vafra.

Umræðuþræðir

Önnur leið til að vera í rauntíma er að nota umræður í INNU. Það er sett upp eins og umræðuþræðir en nemendur og kennari geta átt í samskiptum á rauntíma. Hægt er að sýna þar myndir og texta. Ekki þó hægt að vera í mynd og verður að skrifa spurningar og svör. Þetta getur verið gott að nota t.d. ef um er að ræða upplýsingar fyrir t.d. ritgerð eða verkefni þar sem nemendur hafa margar spurningar. Hægt er að velja að hafa umræðurnar opnar lengur (sýnilegar) og vísa þá nemendum á þær upplýsingar þar sem um er að ræða upplýsingar er snerta alla nemendur.

Leiðbeiningar fyrir umræður

Teams Microsoft 365

Zoom

Allar leiðbeiningar fyrir Zoom eru á sér síðu hér: Tengill á Zoom

Facebook

Það getur verið góð hugmynd að nota Facebook til að ná til nemenda en það er þó ekki ráðlagt og sérstaklega ekki með unga nemendur (yngri en 18 ára).

Nauðsynlegt er að stofna hóp, passa að hafa hann „private“ eða falinn þannig að enginn komist í hann nema þeir sem eiga að vera þar. Nemendum er sendur tengill á hópinn og þeir sækja um þannig að kennari geti samþykkt þá sem eiga að vera í hópnum. Passa verður að hafa ekkert einkunnatengt í hópnum og ekki skila verkefnum þar inn. Þetta er eingöngu samskiptatengdar upplýsingar.

Að búa til hópa á Facebook

Google Meet

Ef nota á Google Meet er betra að allir hafi aðgang að G-mail. Það er hægt að nota önnur netföng en nokkur brögð hafa verið að því að fólk finni ekki þau skilaboð.

Helstu möguleikar eru að nota Whiteboard og hægt er að senda skjöl (viðhengi) til allra sem eru á fundinum (í tímanum).