Whiteboard

Það er tiltölulega auðvelt að nota Whiteboard möguleikann í Fjarkennslu. Þegar kennslustund er opnuð er sjálfkrafa eitt skjal opið og þá um leið er opið á Whiteboard.

Whiteboard möguleiki sjálfkrafa

Til að fá auða síðu þarf að fara yfir á slide 2 með örvunum þar sem stendur slide 1. Ef fólk þarf meira en eina auða síðu er lang best að búa til auða kynningu t.d. í PowerPoint og hlaða henni upp. Kerfið breytir kynningunni í PDF og þá eru bara auðar glærur sem birtast (slides). Einnig er hægt að stroka út af glærunni og nota bara sömu aftur og aftur.

Til hægri á skjánum er möguleikarnar sem hægt er að nota til að skrifa. Undir hendinni eru tækin og þarf að smella á þau til að virkja þau, síðan er örin til baka til að taka aðgerðina til baka, ruslatunnan hreinsar allt þannig að skjalið verður aftur autt og neðst er möguleikinn að leyfa nemendum að skrifa líka:

Möguleikar Whiteboard

Einnig er að sjálfsögðu hægt að opna sína eigin kynningu og skrifa í hana, vera kannski með auðar glærur inn á milli til að hafa möguleika á því að setja upp spurningar eða annað. Á myndinni hér fyrir neðan er ég á glæru 2, notaði textaboxið fyrir spurninguna og teiknaði örina með pennanum:

Skrifað á glæru

Til þess að ná í kynningu er farið í bláa plúsinn neðst til vinstri í kennslustundinni og valið þar upload a presentation. ATH að kerfið breytir PowerPoint í PDF þannig stundum er smá tími sem fer í að keyra kynninguna upp ef hún er þung.