Viðtöl við nemendur

Ein leið til að fá nemendur í einkaviðtöl er að nota Fjarkennslu í INNU. Þetta er góð leið að því leyti að með því að bóka nemendur í gegnum fjarfundakerfið þá bókast beint inn í stundaskrá nemandans. Þetta er dálítil handavinna sérstaklega ef kennari er með marga nemendur sem þarf að bóka í viðtöl.

Fara í Fjarkennsluflipann og bóka kennslustund. Kennari ákveður sjálfur hversu langan tíma hver nemandi á að fá, fimm til tíu mínútur hver nemandi. Ágætt að nota bara stafrófsröðina við bókun þannig að þegar A er búinn tekur B við og svo framvegis.

Búa til fjarkennslustund
Hægt að ráða hvort allir sjáir eða ákveðnir nemendur

Passa að hafa ekki of marga í hverri kennslustund, t.d. hámark sex á klukkustund þegar hver nemandi hefur níu mínútur. Með því hefur kennari smá ráðrúm til að loka kennslustundinni og opna næstu.

Alltaf þarf að reikna með að nemendur komist ekki af einhverjum ástæðum og þá þarf að endurbóka. Ein leið er að nota þá sömu kennslustundina en breyta tímanum. Önnur að eyða stundinni út og búa til nýja. Fer eftir því hvor aðferðin kennaranum finnst betri (fljótlegri).

Önnur leið er að bóka nokkra nemendur í einu og nota breakout rooms í Fjarkennslunni. Þá bíða nemendur í aðalrýminu meðan kennari fer í breakout room með nemanda. Þegar þessi leið er farin eru t.d. bókaðir 4-6 nemendur í einu.