Verkefni í möppur

Þegar verið er að fara yfir verkefni þá opnast þau yfirleitt ekki inn á Innu heldur þarf að „downlóda“ þeim á tölvuna. Þetta getur tekið óþarflega langan tíma ef þarf að opna verkefni hvers nemanda, „downlóda“ og yfirfara. Inna bíður upp á tvær leiðir ef ekki á að taka eitt verkefni í einu: Annars vegar að setja öll verkefnin saman í eina möppu og hinsvegar að setja verkefni í möppu fyrir hvern nemanda (mun seinlegra).

Velja hvora leiðina á að fara

Aðferð 1: Þegar verkefnin eru sett í eina möppu „zippast“ þau saman en ekki þarf lengur að gera „unzip“ heldur er hægt að opna zip skránna eins og venjulega möppu og skoða verkefnin þar:

Kemur sem zip mappa
Verkefni í zip möppu – búið að fjarlægja nöfn en verkefnin koma inn eftir stafrófsröð nemenda

Þegar þetta er gert er fljótlegast að hafa tvo glugga opna, annan með verkefnaskilahólfi þar sem opnað er á fyrsta nemanda og hinn gluggann með verkefnaskilunum. Þgera búið er að fara yfir verkefni nemanda og vista er smellt á næstu óyfirfarin skil og um leið farið á næsta verkefni í zip möppunni.

Að færa sig yfir á næsta nemanda sem hefur skilað

Ef ætlunin er að skrifa í verkefnin og senda nemanda til baka lagað þarf að gæta þess að velja aðra möppu því ekki er hægt að vista í zipskránna. Hún er aðeins utanumhald yfir þær skrár sem skilað var í Innu.

Aðferð 2: Ef valið er öll viðhengi í möppum, vistast öll verkefnin í sér möppum á nafni hvers nemanda eftir stafrófsröð.

Öll verkefnin vistast í sér möppu undir nafni hvers nemanda – í stafrófsröð

Þessi leið er mun tímafrekari þar sem þá þarf að opna hverja möppu fyrir sig í stað þess að öll verkefnin séu í einni möppu. Þetta virkar kannski ekki mikill tímasparnaður en ef kennari er með stóran hóp nemenda og mikið af verkefnaskilum þá getur munað um hvern hálftímann sem varið er í verkefnayfirferð.