Upptökur á kennslustundum

Kennarar hafa aðallega verið að taka upp kennslustundir í tveimur kerfum; BigBlueButton í INNU og ZOOM fjarfundabúnaðnum.

INNA

Fjarfundabúnaðurinn í INNU kallast Fjarkennsla og byggist á BigBlueButton. Þar er hægt að taka upp kennsluna og upptakan vistast beint inn í INNU undir efni hjá nemendum. Kennari merkir hversu lengi upptaka á að vera opin.

BigBlueButton-Fjarkennsla

ZOOM

Fjarfundabúnaðurinn býður upp á að kennslustund sé tekin upp og vistast upptakan í tölvu viðkomandi kennara sem síðan þarf að setja hana inn í INNU til þess að hún verði aðgengileg nemendum.

ZOOM