Talgervill

Það eru til ýmsar leiðir til að lesa námsefni. Ef nemandi er með einhverja greiningu getur hann/hún átt rétt á að nota aðstoð Hljóðbókasafnsins. Mörg önnur forrit eru til sem kosta ekki mikið eða eru ókeypis.

Í Chrome vafranum er ókeypis talgervill en það þarf að setja hann upp með íslenskri rödd (Dóra og Karl) því hann fer sjálfkrafa á erlendan framburð þó forritið lesi á íslensku. Verður þannig ekki mjög skiljanlegt og mjög óþægilegt að hlusta á. ATH Þegar Android snjalltæki eru uppfærð í Android 11 stýrikerfið eru miklar líkur á því að íslensku raddirnar Karl og Dóra hætti að virka. Því er mælt með sleppa því að uppfæra í Android 11 stýrikerfið ef þú notar raddirnar mikið í þínu snjalltæki. Sjá frétt frá Blindrafélaginu (feb. 2021) Blindrafélagið – upplýsingar.

ATH Read Aloud les líka úr ensku og fleiri tungumálum. Getur lesið PDF, Google Docs, Google Play books, Amazon Kindle og EPUB.

Að setja upp viðbótina og bæta inn íslensku röddunum

Það þarf að fara í Chrome Web Store og finna Read Aloud appið. Gera install og setja inn á vafrann. Góð hugmynd er að pinna það efst ef það er mikið notað. Þegar þetta er komið þarf að finna réttu röddina og það er ekki hægt nema skrá sig inn með Gmail netfangi þar sem þetta er Google viðbót. Þegar innskráningu er lokið er hægt að fara í stillingar með því að hægrismella á appið og velja Options:

Options – Read aloud app

Í voice þarf að finna Amazon Icelandic og þar eru tvær raddir, Karl og Dóra. Bara spurning hvor röddin er þægilegri fyrir hvern og einn. Einnig er hægt að stilla hraðann, láta tala hraðar eða hægar. Hér fyrir neðan er myndband með leiðbeiningum við uppsetninguna.

Read Aloud App install