Finna app í símann til þess að taka myndir (skanna) sem pdf, ekki taka venjulega mynd (sjá efni um skráarendingar). Það eru nokkrar ástæður fyrir þessu: Venjuleg mynd er miklu stærra skjal til að senda heldur en PDF mynd og þegar tekin er PDF mynd er bara tekin mynd af blaðinu ekki neinu öðru. Það er hægt að skrifa beint inn á PDF skjalið en það er meira mál þegar um er að ræða mynd.
Dæmi um skönnunarapp er t.d. Office Lens eða önnur sambærileg. Þá er tekin mynd af blaði og hún er vistuð sem pdf ekki sem mynd. Plúsinn við að nota OfficeScan er að PDF skjölin vistast beint inn á OneDrive.
Það er ekki gott fyrir kennara að fá venjulegar myndir af útreikningum því það er mjög erfitt að fara yfir þær. Ef blaðið er sent sem pdf þá er hægt að skrifa athugasemdir í tölvunni og senda nemendum til baka. Það er ekki eins auðvelt þegar blaðið er sent eins og venjuleg mynd. Þegar tekin er pdf mynd af blaðinu þá kemur allt blaðið sem ein mynd en þegar tekin er venjuleg mynd þá kemur allskonar annað með, t.d. borðið og drasl á því ef það er drasl á borðinu. Um leið verður myndin mjög lítil og erfitt fyrir kennara að skoða og leiðrétta.
Dæmi


Síðan verður að senda pdf myndina inn á Innu. Auðveldast er að senda í gegnum símann beint inn á Innu. Fara þarf á vefslóð skólans, finna INNU og logga sig inn, finna námskeiðið og setja pdf myndina inn á skilahólf fyrir þetta verkefni. Ef þetta er útreikningur á dæmi þarf að fara eftir þessum skrefum:
- Merkja blaðið áður en myndin er tekin
- Taka myndina sem pdf (skanna með appi í símanum)
- Senda eina mynd í einu – ekki senda margar í einu því þá fer af stað ferli sem zippar mörg skjöl saman (býr til eitt skjal úr mörgum) og þá er orðið seinlegra fyrir kennara að fara yfir. Allir vilja fá leiðréttingar sem fyrst til baka og þá er auðveldast að gera þetta svona.
- Fara á heimasíðu skólans í símanum og logga þig inn á Innu, finna skilahólfið og skila mynd eða myndum inn. Passa að senda bara eina mynd í einu. Ef þú hakar við margar myndir þá Zippast skjölin og koma til kennara sem ein skrá sem þarf að „downlóda“ og „unzippa“. Það eru aukaskref sem tefja fyrir yfirferð.
- Ef það eru margar myndir – pdf skjöl sem ætlunin er að skila af sér er best að setja þau öll í eina PDF skrá og senda þannig. Flest pdf skönnunaröpp bjóða upp á möguleikann á því að gera nokkrar myndir í eitt skjal. Þá er yfirleitt annað hvort möguleiki á að velja „batch“ eða „more“.