Spurningabankinn er eins og prófabankinn settur upp á tvo vegu. Annars vegar er það spurningabankinn þinn og hinsvegar spurningabanki skólans. Kennari hakar við þegar hann gerir spurningar hvort spurningin eigi að fara inn í spurningabanka skólans. Ef það fer inn í spurningabanka skólans geta allir kennarar skólans séð spurninguna og notað hana ef hún hentar þeirra fagi.
Ef spurningin er hins vegar aðeins í þínum spurningabanka þá ert þú eini aðilinn sem sér þá spurningu. Ef tveir kennarar eru að kenna sama fagið og vilja samnýta spurningar er viturlegra að haka við að spurning eigi að fara í prófabanka skólans því það hafa komið upp vandræði hjá kennurum sem hafa ætlað að nota spurningar með öðrum kennara en síðan ekki fundið spurningarnar.
Fljótlegasta leiðin til að búa til próf er að gera spurningarnar fyrst og stofna síðan prófið. Það er auðvitað hægt að fara þá leið að búa til próf og búa síðan til hverja spurningu fyrir sig en það er mun seinlegra og einhvern veginn ekki eins rökrétt ferli. Meiri hætta á mistökum.