Snagit

Eitt besta forritið til að vinna með leiðbeiningarmyndir er Snagit. Það hinsvegar kostar um USD 50 og spurning hversu mikið viðkomandi ætlar að nota það. Ég nota það mjög mikið og það sparar mér umtalsverða vinnu við að fara á milli forrita og geta gert allt á einum stað.

Forritið vinnur þannig að það tekur Screenshot af öllum skjánum eða völdum hluta hans, merkt inn á myndina það sem þarf og hægt að senda beint yfir í nokkur forrit án þess að þurfa að vista á milli og ná í aftur. Snagit myndband

Einnig er hægt að gera stuttar upptökur þar.