Það auðveldar alla tölvuvinnu ef fólk temur sér að hafa skipulag á gögnunum sínum. Það er ekki neitt sem heitir „Þú verður að gera þetta svona“ heldur frekar að fólk finnur hvaða skipulag hentar hverjum og einum. Windows er þó með ákveðið möppukerfi og gott að vita út á hvað það gengur og tileinka sér það eins og best hentar hverjum og einum.