Próf í INNU – almennt

Yfirlit yfir próf og spurningar skiptist í fjóra liði:

Próf og spurningar

Prófabanki eru öll þau próf sem kennari hefur búið til. Prófabanki skóla eru öll þau próf sem kennarar hafa merkt við að megi vera í sameiginlegum prófabanka fyrir skólann. Sama á við um spurningarnar, þetta er annarsvegar spurningabanki hvers kennara og síðan sameiginlegur spurningabanki fyrir skólann. Kennarar merkja við um leið og þeir gera spurningu/próf hvort það fari í sameiginlegan banka.

Þegar smellt er á liðinn Verkefni/Próf þarf að velja í hvaða lið á að fara. Á að ná í próf sem er tilbúið eða búa til spurningar fyrir nýtt próf.

Spurningabanki

Það virðist vera fljótlegast að byrja á því að setja inn spurningar en ekki gera það um leið og prófið er búið til. Þá er kominn spurningabanki sem hægt er að velja úr, annað hvort allar eða hluta af spurningunum:

Spurningar í spurningabanka

Þarna koma fram upplýsingar eins og fjöldi spurninga sem kennari á þegar í bankanum. Hvernig spurningar þetta eru; t.d. textaspurningar eða krossaspurningar. Þyngdarstig, í hvaða áfanga og hægt að setja inn leitarskilyrði til að auðvelda leit. Ein hugmynd gæti verið að númera spurningaflokka þannig að í flokki 900 eru allar spurningar sem nemendur hafa búið til, í flokki 800 væru spurningar sem tengdust einhverju ákveðnu efni. Hver kennari þarf að finna sitt kerfi sem auðveldar kennara að halda utan um sinn spurningabanka. Í kassanum rauða er síðan hægt að sjá hvort spurningarnar séu í spurningabanka skólans.

Prófabanki

Prófabankinn er með sama útlit og spurningabankinn en leitarmöguleikar eru aðeins öðruvísi:

Próf í prófabanka

Þarna er hægt að ná í próf sem er þegar til, leggja það fyrir óbreytt eða breyta. Hægt að leita t.d. eftir dagsetningu, áfanga eða leitarskilyrðum sem sett voru inn þegar prófið var búið til.