PowerPoint

Einföld leið til að taka upp kennslumyndband þar sem ekki er ætlunin að klippa eða gera breytingar er hreinlega að taka upp glærur í gegnum PowerPoint.
Hinsvegar verður að hafa í huga að þar er ekki boðið upp á neinar breytingar á myndbandinu. Þú færð það sem þú sérð og ekkert annað. Það er hinsvegar í sumum tilfellum alveg nóg og þá spurning hvort þurfi nokkuð að flækja málin frekar.
ATH. neðar á síðunni eru leiðbeiningar hvernig hægt er að breyta skránni í mp4 t.d. ef ætlunin er að setja hana á YouTube.
Powerpoint

Ef tal vistast ekki í PowerPoint upptöku geta verið tvær skýringar. Annarsvegar gæti verið að ekki sé nýjasta útfærsla af PowerPoint og hinsvegar er öruggara að vista kynninguna sem show format og þá er skrárendingin .ppsx

Í myndbandinu hér að ofan er gert ráð fyrir að upptakan sé vistuð sem PowerPoint sýning (.ppsx skrá). Stundum er það ekki nóg og þarf að breyta upptökunni í .mp4 sem er viðurkennd video skrá og t.d. hægt að setja á YouTube. Til þess að gera það þarf að velja export í stað save. Það getur tekið smá tíma og er ekkert óeðlilegt við það þar sem verið er að keyra skránna upp sem myndband.

Áherslumús

Hægt er að nota áherslumús meðan verið er að taka upp með því að halda niðri CTRL og vinstri músarhnappi. Þá verður músin að rauðum hring sem auðveldar ef kennari vill leggja sérstaka áherslu á eitthvað á glærunum.

Upptökur á MAC

Best að nota Quicktime og hér er video sem sýnir hvernig það er gert: Quicktime fyrir Mac notendur