Það er sjálfgefin stilling í Fjarkennslu INNU að myndavélin er lokuð fyrir nemendur. Kennari þarf því alltaf að taka læsingu af til þess að nemendur geti verið í mynd. Önnur stilling er einnig sjálfgefin og það er að þegar búið er að opna myndavél fyrir nemendur að þeir sjái hver annan. Þessa stillingu er hægt að taka af og þá er kennari sá eini sem sér nemendur. Þetta getur verið þægilegt að nota t.d. ef nemendur eru með einhvern kvíða fyrir að vera í mynd eða einhverjar aðrar ástæður.
Til þess að fara í stillingar er litla tannhjólið valið og þá opnast ýmsir möguleikar fyrir stillingar. Muna að gera apply þegar búið er að breyta stillingum.

Það er hægt að stjórn hvort nemendur eru í mynd, hvort þeir sjái hver aðra eða einungis kennarinn, stýra hvernig skilaboðaþræðirnir virka. T.d. getur verið gott að slökkva á að þeir geti sent einkaskilaboð sín á milli.
