Myndbönd í Fjarkennslu (BBB)

Það er einungis hægt að sýna myndbönd frá Youtube og Vimeo inni í Fjarkennslunni. Ekki er hægt að sýna myndbönd í eigin eigu sem eru á tölvunni eða á drifi.

Þegar spila á myndbönd má ekki velja deila skjá, því ef það er valið heyrist ekki hljóð þó myndbandið spilist.

Ekki velja deila skjá

Velja þarf bláa plúsinn og liðinn Share an external video:

Share an external video

Þá kemur upp lína til að staðsetja slóðina á myndbandinu og síðan smella á Share a new video:

Setja inn slóð (URL)

Ef það er upptaka í ganga þá stoppar hún á meðan myndbandið er sýnt, reikna með að það hafi eitthvað með höfundarrétt að gera.

Þegar myndbandið er búið þarf að fara aftur á bláa plúsinn og velja Stop sharing external video.

Stop sharing external video