Lokaeinkunn læst

Það geta komið upp aðstæður þar sem breyta þarf einkunn frá því sem reiknast saman í einkunnareglunni. T.d. ef þarf að hækka/lækka einkunn. Ein leið til að gera þetta er að fara í lokaeinkunn, breyta og læsa henni síðan.

Byrja á því að fara í einkunnayfirlitið

Einkunnayfirlitið

Finna lokaeinkunn á enda stikunnar yfir verkefnin en þegar rennt er yfir hana á að standa þar 100%.

Lokaeinkunn

Smella á einkunnina sem þar er en þar ætti að standa „breyta reiknaðri einkunn“

Breyta einkunn

Þá opnast gluggi þar sem hægt er að skrifa ætlaða einkunn. Passa þarf að læsa henni og vista því annars les einkunnareglan aftur yfir hana

Einkunn breytt og henni læst

Þá ætti það að vera komið.