Það er mjög einfalt að setja upp kannanir með því að nota Google forms eða sambærilegt í Office. Hér eru leiðbeiningar varðandi Google.
Auðvelt er að setja kannanirnar upp, stilla þær eins og hver vill, breyta útliti, setja inn myndir og fleira. Google forms býður hinsvegar ekki upp á neina flókna útreikninga heldur telur forritið einfaldlega hversu mörg svöruðu og hvernig þau svöruðu. Til þess að tengja saman bakgrunnsbreyturnar og spurningar þarf að fara í cross analyses í Google sheets. Hér eru þrjú myndbönd sem fara í gegnum uppsetninguna á könnun, útlitsbreytingar og stillingar og það síðasta er útreikningur.