Kahoot

Er app eða tæki til að nota í rauntíma til að auka virkni í kennslustund. Það er t.d. hægt að nota það til að vera með spurningakeppni, umræður og spurningakannanir. Það er unnið þannig að fjölvalsspurningar birtast á skjánum (tjaldinu) og nemendur svara með símunum, spjaldtölvum eða á tölvum.

Kennari eða einhver annar aðili (jafnvel einn af nemendunum) útbýr verkefnið (spurningarnar og svörin), nemendur fara inn á heimasíðu Kahoot og slá þar innleikjanúmer fyrir þetta tiltekna verkefni og skrá sig inn undir nafni. Með því að ýta á start hefst leikurinn og getur kennari eða stjórnandi séð strax hversu margir eru búnir að svara hverri spurningu.

Kahoot lýsir því yfir að þeir séu með allt á hreinu tæknilega séð þannig að persónulegar upplýsingar hvers og eins séu öruggar.

Þetta er mjög mikið notað í skólakerfinu í dag um allan heim. Met var slegið árið 2017 þegar 4.092 spilarar tóku þátt í leiknum á sama tíma: Kahoot https://kahoot.com/schools/ways-to-play/