Mynd úr símanum eða pdf skjal?

Öll skjöl eða skjalategundir hafa sína eigin endingu þannig að hægt sé að sjá hverskonar skjal þetta er og hvaða hugbúnað þarf til að geta skoðað skjalið.

Hvað er pdf?

Pdf er sérstök skráarending sem þýðir Portable Document Format og og er sýnilegt fyrir flest töll tæki. Skiptir ekki máli hvort við erum með Apple tölvu eða Pc, skjalið kemur alveg eins út í þeim báðum. Ekki er hægt að breyta skjalinu (nema vera með til þess gerðan hugbúnað) en það er hægt að skrifa athugasemdir sem gerir það auðvelt fyrir kennara að fara yfir skjalið.

Af hverju vill kennari ekki fá venjulega mynd úr símanum mínum?

Myndir hafa líka sínar skráarendingar þannig að hægt sé að vita strax hverskonar mynd er um að ræða. Algengast er að myndir séu JPG eða PNG. Myndir á nýjustu Iphone símana eru hinsvegar HEIC (High Efficiency Image File Format) og PC tölvur geta lent í miklum erfiðleikum með að skoða þær. Um leið og kennari lendir í erfiðleikum með að skoða efni sem þið sendið þá tefst yfirferð verkefna.

Kennari getur ekki skrifað athugasemdir inn á myndir. Til þess að fara yfir þær þarf hann fyrst að prenta þær út, handskrifa inn á þær athugasemdir, taka mynd af því og vista hjá sér og senda síðan til nemenda.

Ef þetta er PDF þá getur kennari farið beint inn á myndina, skrifað athugasemdir í tölvunni, vistað og sent. Munar heilmiklu í tíma og við erum alltaf að hugsa um að þurfa ekki prenta svona mikið, spara prentun.

Stærðarmunur

Mynd sem tekin er á síma kemur oft mjög lítil, þær eru stundum á hvolfi eða hlið og allt þetta gerir kennaranum erfiðara um vik að meta verk nemandans. Ef notað er skönnunarforrit þá sést betur hvað er á myndinni því hún verður stærri.