Hljóð

Þegar verið er að búa til gott myndband eða podcast er hljóðið það sem skiptir öllu máli. Ef hljóðið er ekki í lagi þá missir upptakan tilgang sinn og enginn nennir að hlusta. Ef fólk vill kaupa sér aukabúnað þá er hægt að finna fullt af leiðbeiningum á netinu. Yfirleitt þarf samt ekki mikið til að taka upp heima en þó er góður míkrafónn nauðsynlegur því innbyggði míkrafónninn í tölvunni er ekki nógur góður ef vanda á til verka.

Hér eru nokkrar ráðleggingar:

  1. Hitaðu þig aðeins upp áður en þú byrjar að taka upp. Ekki skella þér beint í upptöku án þess að vera búin að æfa aðeins röddina til að ná burtu hæsi og öðru. Það verður til þess að þú getur jafnvel náð að gera upptökuna fullkomna strax í fyrstu tilraun.
  2. Gerðu upptökuna í litlu herbergi. Lokaðu gluggum og hurðum til að fyrirbyggja utanaðkomandi hljóð og slökktu á tækjum sem eru með einhverjum hljóðum: T.d. muna að slökkva á póstforriti og öðrum sem senda tilkynningar. Gott er að hafa púða, teppi og annað sem deyfir hljóð og minnkar bergmál í rýminu. Yfirleitt er meira bergmál í stærra rými.
  3. Gott er að gera smá pásu í upphafi upptökunnar til að tékka á utanaðkomandi hljóðum. Smá þögn í 4-5 sek getur sýnt fram á hvort rýmið er eins og þögult og hægt er þannig að ekki séu leiðindahljóð sem trufla.
  4. Ef þú ert með utanáliggjandi míkrafón þá er nauðsynlegt að stilla hann rétt. Hann þarf helst að vera í sömu hæð og munnurinn. Gott er að hafa spjald á milli ( hrákspjald/popp sía= pop filter) en það er ekki nauðsynlegt (hægt er að kaupa fínan míkrafón sem er með þetta). Passaðu að því nær sem þú ert míkrafóninum því hærra hljómar röddin. Passaðu vel að vera með sömu fjarlægð út alla upptökuna því annars er röddin að hækka og lækka og það getur verið pirrandi (sjá mynd af uppsetningu á míkrafón neðst).
  5. Þegar þú ert búin að taka nokkrar upptökur getur verið ráð að fylgjast með styrknum á hljóðupptökunni. Það er mælir sem sýnir grænt, gult og rautt. Best er að vera sem mest á grænu nema ef leggja á sérstaka áherslu á eitthvað þá getur röddin færst yfir á gula. Alls ekki nota rauða því þá getur röddin afbakast í upptökunni.
  6. Passaðu upp á andardráttinn. Það heyrist allt á upptökunni og það getur virkað mjög pirrandi ef sá sem talar er sífellt að draga djúpt andann.
  7. Passaðu líka upp á aukaorðin þín og reyndu að minnka þau eins og hægt er. Sko, eða hmm, hérna eða eitthvað annað. Við erum öll með einhver þannig orð en þau virðast fá eigið líf á upptökum og stundum heyrir maður ekkert nema þau.
  8. Reyndu að sitja alveg kyrr meðan þú tekur upp því allar hreyfingar geta myndað auka hljóð. Ef þú ert með blað eða blöð til að lesa upp af reyndu þá að fletta þeim þannig að ekki heyrist.
  9. Það er alltaf gott að gera smá hljóðprufu áður en byrjað er á sjálfri upptökunni. Getur sparað heilmikinn tíma ef eitthvað er að sem gæti komið strax fram.
  10. Ef þú ert að tala við einhvern á upptökunni passaðu þig á að þegja alveg meðan viðkomandi talar. Þeta hljómar eins og almenn skynsemi en í reyndinni er það þannig að okkur hættir til að gefa í sífellu frá okkur einhver hljóð til að samþykkja það sem viðkomandi segir eða láta vita að við séum að hlusta. Þetta er það sem við gerum í venjulegu talmáli. Það virkar hinsvegar ekki vel á upptöku. Þetta eru hjóð eins og já, hmmm, einmitt eða eitthvað slíkt. Það er auðvitað hægt að klippa það eftir á en það er aukavinna sem gott er að komast hjá ef hægt er.
  11. Settu inn merki ef þú gerir mistök á upptökunni. Það gera allir mistök og auðvelt er að klippa það til eftir á. Gætir talað inn á sagt t.d. klippa þetta eða eitthvað í þá áttina. Sjálf nota ég klapp þannig að ég eigi auðvelt með að finna á hljóðpupptökunni hvar kemur toppur í hljóðið og ég get farið beint þangað og klippt og lagað.
  12. Ekki nota mikið af auka hljóðum og effektum. Þetta er eins og með PowerPoint, hafa þetta einfalt og þá virkar það best.
  13. Passaðu þig á að drekka nóg til þess að munnurinn þorni ekki upp meðan þú ert að tala. Passaðu samt að gera pásu meðan þú tekur sopa því það er ótrúlega pirrandi að heyra fólk taka oft sopa. Það heyrist allt á upptökunni.
  14. Ef þú ert í alveg glötuðum aðstæðum til að taka upp þá getur verið ráð að taka upp undir teppi. Þetta er ekki eðal en getur orðið til þess að hægt er að taka upp á svæði sem annars er ill framkvæmanlegt.

heimild: https://castos.com/podcast-recording-tips/