Fjarkennsla

Einfaldasta leiðin til að hafa samband við nemendur í fjarnámi er að nota umræður í Innu. Hægt er að nota þær eins og kennslustund, setja upp efni og láta nemendur svara spurningum eða annað. Hægt er að nota þetta til að skoða virkni nemenda og merkja við mætingu. Þetta er ekki endilega besta leiðin en þetta er sú einfaldasta og krefst lítils tæknibúnaðar.

Ef nota á rauntímakennslu eða umræður í mynd þá er fjarfundabúnaður í INNU frá BigBlueButton. Hann heitir Fjarkennsla og kemur neðst í möguleikalistanum í stjórnborði kennarans í INNU. Þetta er tiltölulega auðvelt í notkun en þó eru nokkur atriði sem eru dálítið ruglingsleg til að byrja með og þarf að passa að svissa á milli kennarasýnar og nemendasýnar til þess að sjá hvort tími sem búið er að setja á dagskrá sé tilbúinn. Þetta getur verið ruglandi fyrir þann sem er að gera þetta í fyrsta sinn (og jafnvel í annað sinn) en venst eins og annað.

Nemendur sem nota Makkavélar og Ipad er ráðlagt að nota Safari vafrann frekar en aðra vafra.

Fjarkennsla BBB