Hægt er að bjóða gestum í fjarkennslutíma, t.d. ef það er fyrirlesari utan úr bæ eða gestakennari. Þetta er ekki hægt að gera fyrr en eftir að búið er að stofna fjarkennslustundina en þá kemur upp flipi þar sem netfang viðkomandi er sett inn og viðkomandi síðan send slóð í tölvupósti – sjá myndband.
