Einkunnareglan

Að setja upp einkunnareglu hóps

Einkunnareglan tengir saman verkefni og próf hjá nemendum sem reiknuð eru upp í lokaeinkunn. Verkefni sem ekki eru metin til einkunna eru ekki sett í einkunnaregluna, t.d. verkefni þar sem gefið er fyrir í bókstöfum.

Hægt er að setja einkunnareglunna upp á tvo vegu; annars vegar sem einkunnareglu námskeiðs og þá setur skólinn hana upp eða sem einkunnareglu hóps og þá setur kennari sjálfur upp sína einkunnareglu. Munurinn á þessu tvennu er að ef sett er upp einkunnaregla hóps ræður kennari betur yfir og þarf ekki að biðja um aðstoð í hvert skipti sem hann vill breyta eða laga.

Ef þarf að setja upp nýja einkunnareglu sem ekki hefur verið gerð áður er eingöngu hægt að setja á einn hóp í einu. Ef hún á að fara á fleiri hópa er fljótlegast að hafa opna tvo glugga og afrita á milli þeirra.

að setja inn einkunnareglu á hóp