Einkunnaþættir eru matskvarðar á verkefni (rúbrikka). Þetta er ekki hægt að setja á próf því þar eru rétt eða röng svör en ekki gefið fyrir ákveðna þætti.
Það getur flýtt mikið fyrir yfirferð verkefna ef settir eru upp einkunnaþættir. Það kemur líka í veg fyrir að gefið sé fyrir verkefnin eftir huglægu mati og nemendur sjá strax hvað þeir gera rétt og hvað er rangt. Það ber þó að hafa í huga að nemendur sjá einkunnaþættina þegar þeir opna verkefnaskilin. Þetta er þá hægt að nota sem hluta af matinu, að nemendur eigi að læra að skoða einkunnaþættina áður en þeir skila til þess að vera fullvissir að þeir hafi lokið því sem á að gera.

Á myndinni hér að ofan sést hvernig þetta lítur út er nemendur opna verkefnaskilin. Þeir sjá hver einkunnaþátturinn er og ef þeir smella á i (information) þá eru þar nánari upplýsingar ef kennari hefur sett þær inn. Síðan koma stigin og hversu margar prósentur það gefur.
Að sjálfsögðu þarf ekki að setja þetta svona nákvæmt upp, þetta var sett upp áður en kennari áttaði sig á því að þessar upplýsingar væru sjáanlegar og hélt sig vera með punkta fyrir sig.
Leiðbeiningar um verkefnaþætti