Einkunnareglan tengd við verkefni

Ef einkunnareglan er tengd við verkefni og próf þarf að gæta þess að búa til öll verkefnin í einkunnareglunni og setja á réttan stað. Ef það er ekki gert þá er ekki hægt að tengja verkefnið við einkunnaregluna þegar það er lagt fyrir.

Það er hinsvegar hægt að laga og bæta við út í það óendanlega. Æskilegast er auðvitað að allt sé tilbúið þegar önnin hefst en það er kannski ekki alltaf hægt. Stundum þarf að fella út verkefni eða í ljós kemur að það þarf að skipta verkefni í tvennt sem áður átti bara að vera eitt.

Hér er dæmi um verkefni sem átti að tengja við einkunnareglu en þá finnst það ekki í listanum. Þegar betur er skoðað er númer verkefnisins ekki rétt því þegar er búið að tengja verkefni sex við einkunnaregluna og það er ekki hægt að gera það tvisvar. Þetta er verkefni á móti verkefni. Hér þarf að breyta númeri verkefnisins eða nota þetta og tengja við annað verkefnisnúmer.

Tengja verkefni við einkunnareglu

Ef gleymist að tengja verkefni við verkefni í einkunnareglunni er hægt að gera það á seinni stigum um leið og kennari sér að hann hefur gleymt því. Skiptir engu hvort nemendur eru byrjaðir að svara.