Þegar forritið er opnað, opnast vinnuborð sem lítur svona út:

Um leið og búið er að ná í PDF skjal sem ætlunin er að vinna með opnast aðgerðarmöguleikar til að velja úr:

Ef ég ætla að skrifa með penna á skjáinn þarf ég að velja pennann, hversu breiður hann á að vera, litur o.s.frv. Númerið sem kemur við pennann er þykktin á skriftinni. Muna að ef penninn virkar ekki á þessu stigi þarf að velja touchpad við settings (færð það fram með því að ýta á strikin þrjú efst í vinstra horninu). Undo/redo hnappar koma fram með því að renna yfir skjalið

Svo er bara að byrja að skrifa, það er líka hægt að nota músina eða puttann en það verður kannski ekki eins. Síðan er bara að fikta aðeins í möguleikunum og sjá hvað er best að nota. Það er t.d. hægt að stilla á UnderlineText og þá er þau orð sem rennt er yfir undirstrikuð með beinni línu (hægt að nota pennann eða músina ef það er fljótlegra). Línan verður bein og þau orð undirstrikuð sem farið er yfir jafnvel með því að nota puttann:

Það er líka hægt að velja textabox og skrifa textann á lyklaborðinu. Gæti verið þægilegra ef það á að skrifa langan texta:

Hægt er að setja inn myndir til skýringar, setja inn „bookmarks“ og ýmislegt fleira. Eitthvað möguleikunum eru einungis fáanlegir í „Pro“ útgáfu en ágætt getur verið að byrja aðeins í þessari til að byrja með og sjá hvað þarf að nota.
Nú er skjalið tilbúið og þá þarf að vista það til að halda inni því sem búið er að gera. Þá er farið í strikin þrjú efst til vinstri til að fá möguleikana upp. Hægt er að velja þrjár aðferðir við að vista:

Með því að velja „advanced save“ er hægt að velja um að vista aðeins þær síður sem skrifað hefur verið á og minnka skráarstærð ef á þarf að halda
