Breyta skrá

Oft getur verið nauðsynlegt að breyta skrám í annað format og er það yfirleitt vegna þess að viðkomandi tölva les ekki skráarsniðið. Gott dæmi um það er ef þarf að breyta mynd yfir í PDF eða öfugt. Langfljótlegast er að fara á Netið og gúggla viðkomandi skrá með how to convert to….

Hér er ein slóð sem ég hef notað en kosturinn við þessa er að þar eru í boði mjög margar skráartegundir en á mörgum síðum eru boðið upp á frekar fáar skráartegundir: https://cloudconvert.com/

Ókeypis útgáfan leyfir það sem þeir kalla 25 convert mínútur á dag en þó færsla sé nokkrar sekúndur er hún talin sem 1 mínúta. Síðan er hægt að borga ýmsa pakka ef þarf að nota meira en þetta.

Eðlilegast er að nemendur geri þetta sjálfir og sendi ykkur á réttu formati sem þið hafið tilgreint. Það getur farið óratími hjá kennara með stóran hóp að breyta mörgum skjölum meðan nemandinn hefur væntanlega bara eina eða tvær skrár hverju sinni. Það verður líka til þess að nemendur verði meðvitaðri um skráarsnið og mismunandi formöt.